Skilmálar

Eftirtaldir skilmálar eiga við um á lén okkar (www.dyrgripir.is www.alfagull.is og undirsíður).

Verslun á vef þessum fer að öllu eftir íslenskum verslunarlögum, bæði hvað varðar skilarétt, ábyrgð og önnur réttindi seljanda og kaupanda.

   Upplýsingar um söluaðilann.

Rekstraraðili verslunartorgsins dyrgripir.is er Blomma ehf. Strandgötu 49, 220 Hafnarfirði, sími 537 2770. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fangið dyrgripir (hjá) dyrgripir.is

Blomma ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna, rangrar vörustöðu, rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

   Afhending vöru

Allar pantanir eru afgreiddar 1-3 daga eftir pöntun eftir eðli vöru. Einnig er hægt að sækja pöntun í verslun Álfagulls að Strandgötu 49, Hafnarfirði að jafnaði samdægurs nema um handunna vöru sé að ræða sem þarfnast sérútfærslu. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband.

   Verð á vöru

Verð í vefverslun er með 24% vsk eða 11% vsk ef um matvöru er að ræða. Reikningar eru gefnir út með VSK. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

   Greiðslur

Hægt er að velja um geiðslu með millifærslur og greiðslukorti í gegnum greiðslugátt KORTA.

   Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin sem gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og kostnaður vegna endursendingar fellur á kaupanda og verður dreginn frá endurgreiðslu.

   Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Að öðru leiti er vísað til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

   Gjafabréf

Gjafabréf sem gefin eru út af Álfagulli gilda sem fullgild greiðsla á vörukaupum í 2 ár frá
útgáfudegi

   Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

   Lög og varnarþing.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það
rekið fyrir Héraðsdómi þar sem fyrirtækið er með lögheimili.

Karfa